• Leyfishafi og ábyrgðarmaður þurfa báðir að vera á staðnum þegar brennan fer fram.
  • Leyfishafa ber að tilkynna slökkviliðsstjóra og lögreglu með að minnsta kosti 24 klukkustunda fyrirvara áður en kveikt er í brennunni. Í flestum tilfellum er nóg að gera það með tölvupósti. 
  • Ábyrgðarmaður eða fulltrúi hans á að vera á staðnum á meðan móttaka efnis fyrir bálköstinn stendur yfir. 
  • Ábyrgðarmaður á líka að sjá um hreinsun á brennusvæði fyrsta virka dag eftir að brenna er kulnuð og eigi síðar en á öðrum degi frá því að kveikt er í bálkesti.
  • Við brennu skal gæta ýtrustu varkárni og gæta þess að valda ekki óþarfa ónæði eða óþægindum.

Eldvarnareftirlit slökkviliðs sér um eftirlit með brennum, hvert í sínu umdæmi.

Hér má finna nánari upplýsingar um brennuleyfi.