Til umhugsunar fyrir foreldra sem eru að hefja sáttameðferð:
- Hvernig eru samskipti okkar foreldranna? Hvað get ég gert til að bæta þau?
- Hvað gengur vel? Hvað gæti gengið betur?
- Hef ég heyrt viðhorf hins foreldrisins og tekið sanngjarna afstöðu til þess?
- Hvað vill barnið? Hvernig líður því og hvað get ég gert til að því líði betur?
- Hvernig stuðla ég að góðum tengslum barnsins við hitt foreldrið?
- Hvernig tala ég um hitt foreldrið fyrir framan barnið?
- Hvað vil ég að ávinnist í sáttameðferðinni?
- Hef ég skýrar tillögur?
- Hvað tel ég viðunandi niðurstöðu?
Hér má finna nánari upplýsingar um sáttameðferð í ágreiningsmálum vegna barna og hér má finna bækling um sáttameðferð á nokkrum tungumálum.