Í vissum tilfellum getur barnið átt rétt á umgengni við aðra nákomna aðila eins og ömmu sína og afa eða systkini, ef það er talið barninu til hagsbóta. 

Þetta á til dæmis við ef:

  • Annað foreldra barns er látið.
  • Báðir foreldrar barns eru látnir.
  • Foreldri er ófært um að sinna umgengnisskyldu sinni við barnið, til dæmis vegna veikinda eða vistunar á stofnun.
  • Foreldri nýtur verulega takmarkaðrar umgengni við barnið, til dæmis vegna búsetu erlendis.

Hér má finna nánari upplýsingar um umgengni.