Hægt er að senda reikninga vegna gjafsóknarmála þegar dómur/úrskurður hefur verið kveðinn upp vegna málsins. Ekki eru greiddir reikningar vegna gjafsóknarmála fyrr en dómur/úrskurður liggur fyrir. Undantekning frá þessu er kostnaður vegna dómkvaddrar matsgerðar. Hægt er að innheimta kostnað vegna dómkvaðningar matsgerðar áður en dómur/úrskurður hefur verið kveðinn upp.
Ekki er hægt að taka á móti rafrænum reikningum vegna gjafsóknarmála. Reikningar skulu vera sendir í frumriti á pappírsformi. Reikninga skal stíla á sýslumanninn á Vesturlandi og senda á heimilisfangið Stillholt 16-18, 300 Akranes.