Það kostar 9.000 kr. að skrá kaupmála hjá sýslumanni. Greiða má á staðnum eða millifæra á reikning þess embættis þar sem skráning er gerð.
Ef kaupmálinn segir til um eignayfirfærslu á fasteign eða hluta fasteignar þarf að greiða stimpilgjald sem nemur 0,8% af fasteignamati eignarinnar.
Ef kaupmáli varðar fasteign, skip eða loftfar þarf að þinglýsa kaupmálanum á viðkomandi eign í því umdæmi sem hún er skráð. Þá þarf að greiða þinglýsingargjald sem er 2.500 kr.