Vegna þess að kaupmáli er einungis gildur ef hann er formlega skráður hjá sýslumanni. Hjón eða hjónaefni þurfa að skrá hann í því umdæmi sem þau eiga lögheimili. Ef þau eiga ekki lögheimili á Íslandi skal skrá kaupmálann hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi heldur skrá um kaupmála á landsvísu aftur til ársins 2008 og getur veitt upplýsingar til viðkomandi aðila um kaupmála sem þeir hafa gert. Hann sér einnig um að birta tilkynningu um skráningu kaupmála í Lögbirtingablaðinu. Þar koma fram nöfn aðila, kennitölur, lögheimili og skráningardagur.