Ef skuldari á eignir sem geta tryggt greiðslu skuldarinnar er gert fjárnám í þeim. Það þýðir að skuldarinn má ekki fara með eignina á þann hátt að hún gæti eyðilagst eða verðmæti hennar minnkað.
Gerðarbeiðandi getur í framhaldinu látið þinglýsa fjárnáminu á eignirnar en þar með eru sett veðbönd á eignina.
Fjórum vikum eftir að fjárnám er gert, getur kröfuhafi óskað eftir að eignirnar verði seldar á nauðungarsölu og gengur þá söluverð sölunnar upp í greiðslu kröfunnar.