Ef einstaklingur er sviptur sjálfræði, fjárræði eða hvoru tveggja með dómsúrskurði færast lögráðin til sýslumanns sem skipar viðkomandi lögráðamann.
Hinn ólögráða getur óskað eftir því að tiltekinn aðili verði skipaður lögráðamaður hans, en annars er lögráðamaðurinn valinn í samráði við hinn ólögráða og er þá oft starfandi lögmaður.