Einfalt meðlag frá 1. janúar 2021 er 36.845 krónur. Einfalt meðlag er oft kallað lágmarksmeðlag. Einfalt meðlag er jafnhátt barnalífeyri og er upphæð þess endurskoðuð árlega.
Ekki er hægt að semja um eða ákveða lægra meðlag á mánuði en einfalt meðlag og meðlag má ekki vera til skemmri tíma en til 18 ára aldurs barns.
Aukið meðlag er það meðlag kallað sem er hærra en lágmarksmeðlag.
Hér má finna nánari upplýsingar um meðlag.