Ferðavagna ber að skoða í fyrsta skipti á fjórða ári eftir að hann var skráður fyrsta sinni, að skráningarárinu frátöldu og annað hvert ár eftir það. En þar sem hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagnar voru fyrst skráningar- og skoðunarskyld árið 2009 eru þau tæki sem voru skráð 2005 og fyrr færð fyrst til skoðunar árið 2009 og annað hvert ár eftir það.