Það er sótt um leyfi til dreifingar á ösku. Einnig þarf að láta fylgja upplýsingar um þann vilja sem hinn látni bar í lifanda lífi. Hafi hinn látni skilið eftir fyrirmæli þess efnis, er rétt að þau fylgi umsókninni. Ef þau eru ekki til, þá þurfa nánustu aðstandendur að gefa yfirlýsinu þess efnis að eftir þeirra vitneskju hafi dreifing ösku verið vilji hins látna.
Hér má finna nánari upplýsingar um leyfi til dreifingar ösku utan kirkjugarðs.