Ef þú ætlar að taka meirapróf þarf að skila inn umsókn til sýslumanns.
Þú þarft að koma með læknisvottorð vegna ökuleyfis frá heimilislækni (nema fyrir BE kerrupróf) og borga 8.000 kr. fyrir nýtt skírteini.
Við þurfum að fá eitt umsóknarblað fyrir hvert próf sem þú ætlar að taka. Ef þú prentar blaðið heima er best að fylla út almennu upplýsingarnar fyrst, prenta út þau eintök sem þú þarft og skrifa svo undir og merkja við einn flokk á hverju blaði.
Velja þarf ökukennara og ökuskóla áður en þú skilar umsókninni.
Ef þú ætlar að taka nám til atvinnuréttinda þarftu að merkja við Ba, C1a, Ca, D1a eða Da.
Hér má finna nánari upplýsingar um ökuréttindi í atvinnuskyni.