Alþjóðlegt ökuskírteini er lítil bók með þýðingu á íslenska ökuskírteininu. Íslensk ökuskírteini eru samevrópsk og eiga að gilda í öllum Evrópulöndum. Ef ferðast er til fjarlægari landa utan EES borgar sig að hafa alþjóðlegt ökuskírteini meðferðis. 


Sýslumenn um allt land og FÍB gefa út alþjóðleg ökuskírteini. Umsækjandi þarf að koma sjálfur á staðinn og hafa fengið útgefið fullnaðarskírteini. Koma þarf með íslenska ökuskírteinið meðferðis og útprentaða passamynd (35x45mm). 


Skírteinið kostar 1.200 kr og hjá sýslumönnum er alþjóðlega ökuskírteinið afgreitt á allt að einum virkum degi.