Gildistími vegabréfa er tíu ár frá umsóknardegi en fimm ár fyrir börn yngri en 18 ára.

Ef vegabréf er týnt eða glatað  en ennþá í gildi verður nýja vegabréfið með sama gildistíma og það sem glataðist, það er gildistíminn verður ekki 10 ár frá umsóknardegi. Þetta á þó ekki við ef innan við ár er eftir af gildistíma týnda vegabréfsins.


Hér má sjá almennar upplýsingar um vegabréf.