Já, ef hjónin mæta bæði og lýsa sig sammála um að fá skilnað að borði og sæng.

Hjónin leggja fram:

  • vottorð prests um árangurslausa sáttatilraun, ef barn er á heimilinu.
  • skriflegan fjárskiptasamning sín á milli eða úrskurð um opinber skipti (ef eignir eru).

Hjónin lýsa yfir í viðtalinu:

  • samkomulagi um lögheimili barns eða leggja fram stefnu í forsjármáli.
  • samkomulagi um meðlagsgreiðslur, eða gera kröfu um meðlagsúrskurð ágreiningsmáli.
  • samkomulagi um lífeyri / eða að ekki verði um lífeyri að ræða.


Leyfisbréf til skilnaðar að borði og sæng kostar kr. 5.000


Hér má finna nánari upplýsingar um skilnað.