Áður en ökunám hefst þarf að sækja um námsheimild til sýslumanns. Fylla þarf út umsókn um ökuskírteini.
Nemandi þarf sjálfur að mæta með umsókn, eina útprentaða passamynd (35x45mm) og læknisvottorð (ef á við) til sýslumanns.
Best er ef búið er að velja ökukennara og ökuskóla þegar komið er með umsókn.
Hér má sjá nánari upplýsingar um ökunám, bílpróf og fyrsta ökuskírteini.