Samþykki sýslumaður beiðni um lögbann þarf sá sem krafðist lögbanns að höfða staðfestingarmál í héraðsdómi innan viku frá staðfestingu sýslumanns. Héraðsdómur getur fallist á lögbannið eða fellt það niður.
Að kröfu gerðarbeiðanda þarf sýslumaður að gera ráðstafanir til að halda uppi lögbanni. Lögreglu ber að veita aðstoð í þeim efnum eftir ákvörðun sýslumanns.
Sé staðfestingarmál ekki höfðað innan viku fellur lögbannið sjálfkrafa niður.