Áður en tveir einstaklingar eru gefnir saman í hjónaband þarf að fara fram könnun á því hvort skilyrði til hjónavígslu séu uppfyllt. Könnun hjónavígsluskilyrða annast meðal annars sýslumenn í því umdæmi þar sem annað eða bæði hjónaefna eiga lögheimili. Sýslumenn sjá alfarið um könnun hjónavígsluskilyrða þegar annað eða bæði hjónaefna eiga lögheimili erlendis.

Hjónavígsla getur farið fram innan 30 daga frá útgáfu könnunarvottorðs.


Hér má sjá nánari upplýsingar um hjónaband og könnunarvottorð.