Lögræðissvipting getur staðið í sex mánuði eða lengur. Lögræðissvipting fellur sjálfkrafa niður að sviptingartímanum loknum, nema áður hafi verið gerð krafa fyrir dómi um framlengingu hennar.
Hægt er að bera fram kröfu í héraðsdómi um að fella niður lögræðissviptingu ef ástæður sviptingar eru ekki lengur fyrir hendi.
Hér má finna nánari upplýsingar um lögræði, sjálfræði og fjárræði.