Samkvæmt 5. mgr. 13 gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, eins og henni var breytt með lögum nr. 67/2016 um breytingu á lögum nr. 85/2007, telst heimagisting sem uppfyllir skilyrði laganna (þ.e. um að ekki sé seld heimagisting meira en 90 daga á hverju almanaksári og tekjur af henni séu að hámarki 2.000.000 kr.) ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995. Ef óskað er frekari upplýsinga skal vísað til sveitarfélags þar sem eign er að finna.
Hvaða áhrif hefur skráning heimagistingar á fasteignagjöld? Print
Búið til af: Davíð Guðjónsson
Breytt: Mon, 7 Jún, 2021 kl 6:35 AM
Did you find it helpful? Yes No
Send feedbackÞví miður gátum við ekki verið hjálpleg. Hjálpaðu okkur að bæta þessa grein með athugasemdum þínum.