Samkvæmt  5. mgr. 13 gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, eins og henni  var breytt með lögum nr. 67/2016 um breytingu á lögum nr. 85/2007, telst heimagisting sem uppfyllir skilyrði laganna (þ.e. um að ekki  seld heimagisting meira en 90 daga á hverju almanaksári og tekjur af henni séu að hámarki 2.000.000 kr.) ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995. Ef óskað er frekari upplýsinga skal vísað til sveitarfélags þar sem eign er að finna. 


Hér má finna nánari upplýsingar um heimagistingu.