Fylla þarf út umsókn á umsóknarstað í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands eða hjá sýslumönnum sé viðkomandi ekki búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Allir íslenskir ríkisborgarar 14 ára og eldri, sem og erlendir ríkisborgarar sem hafa verið með lögheimili á Íslandi í samfellt 2 ár, geta fengið útgefið nafnskírteini. 


Fylla þarf út umsóknarform.  Fyrsta útgáfa nafnskírteinis er gjaldfrjáls. 


Umsækjandi skal í öllum tilvikum mæta sjálfur á afgreiðslustað með tvær passamyndir af sér útprentaðar á ljósmyndapappír (35x45mm) og framvísa löggildu skilríki, ökuskírteini eða vegabréfi. Ef það er ekki til þurfa tveir vottar 18 ára eða eldri að koma með umsækjanda til að staðfesta hver hann er. 


Nánari upplýsingar um nafnskírteini