Hægt er að fá sakavottorð útgefin á ensku eða dönsku á pappír hjá sýslumönnum. Ef brot eru skráð á sakavottorð þarf þýðingu löggilts skjalaþýðanda á önnur mál en íslensku.  Þýðing er á kostnað þess sem óskar eftir vottorðinu. 


Hægt er að mæta á skrifstofu sýslumanns og framvísa persónuskilríkjum til þess að fá sakavottorð.

Ef umsækjandi um sakavottorð hefur hvorki tök á að sækja um sjálfur eða nálgast vottorð sitt getur hann veitt öðrum skriflegt umboð.

Sakavottorð kostar 2.500 kr.