Einstaklingar geta sótt um sakavottorð á íslensku stafrænt: https://island.is/sakavottord
Stafræn sakavottorð birtast í pósthólfi umsækjanda á island.is.
Hægt er að mæta á skrifstofu sýslumanns og framvísa persónuskilríkjum til þess að fá sakavottorð.
Ef umsækjandi um sakavottorð hefur hvorki tök á að sækja um sjálfur eða nálgast vottorð sitt getur hann veitt öðrum skriflegt umboð, vottað af tveimur vitundarvottum, til að sækja um það og/eða veita því viðtöku hjá viðkomandi sýslumanni.
Sakavottorð kostar 2.500 kr.